Næsta laugardag (28. nóv) verður sveitakeppni karla og kvenna haldin í Laugardalshöllinni og eru átta sveitir skráðar til leiks, sex karla og tvær kvennasveitir. Keppnin hefst keppnin kl. 13:00 og mótslok áætluð um kl. 16:00. Þetta er Íslandsmót í liðakeppni 15 ára og eldri þar sem okkar bestu og hæfustu keppendur eigast við og er búist við spennandi keppni því engin sveit á sigurinn vísan.