TokyoÞá er Grand Slam Tokyo lokið og voru Japanir yfirburða menn á mótinu en þeir sigruðu í ellefu flokkum af fjórtán. Avtandili Tchrikishvili frá Gerogíu sigraði í -81kg flokki karla og Þjóðverjar og Bandaríkjamenn unnu sitthvort gullið í kvennaflokkum en það var Martyna Trajdos (GER) sem siraði í -63kg flokki og Kayla Harrisson (USA) sem sigraði í -78kg flokki. Ofangreind eru ýmist gullverðlaunahafar frá Ólympíuleikum og eða heims og evrópumótum.  Sveinbjörn Iura (-81kg) keppti í fyrradag og komst í aðra umferð (1/32) eftir öruggan sigur á Adingra frá Fílabeinsströndinni (CIV) en þar tapaði hann gegn Magomedov frá Rússlandi og lauk þar með keppni. Fyrir árangurinn fékk Sveinbjörn 40 punkta og færist því eitthvað ofar á heimslistanum. Þormóður Jónsson keppti í gær gegn Iakiv Khammo frá Úkraníu og laut þar í lægra haldi fyrir bronsverðlaunahafanum frá bæði Evrópu og heimsmeistaramótinu 2015. Næsta verkefni þeirra félaga er þátttaka í æfingabúðum (OTC) í Mittersill í Janúar og síðan röð móta í framhaldi af þeim.