Egill&Breki_Paris2016Þeir félagar Egill Blöndal og Breki Bernharðsson tóku sig til og fluttu til Frakklands í byrjun febrúar. Samhliða fjarnámi munu þeir verða þar við æfingar til áttunda apríl en þá fara þeir til Japans og verða þar í fimm vikur þar sem æft verður þrjá tíma á daga alla daga nema sunnudaga og koma heim um miðjan maí. Í París æfa þeir á hverjum degi þar sem eru allt að 150 manns á æfingunni og á meðal æfingafélaga þeirra eru verðlaunahafar frá stórmótum heimsins meðal annars heimsmeistaramótum og í Japan verður æft þrjá tíma á daga alla daga nema sunnudaga. Þeir munu einnig reyna að keppa sem mest þar sem þeir eru þetta miðsvæðis í Evrópu og eru þegar búnir að keppa á European Judo Open í Oberwart og næsta verkefni hjá þeim er um næstu helgi þegar þeir munu keppa á European Judo Open í Prag. Að loknu móti verða þeir þar í viku og æfa í öflugusta klúbbnum í Prag og halda síðan tíu daga æfingabúðir OTC í Nymburk í Tékklandi og þaðan aftur  til Parísar þar sem næstu verkefni verða ákveðin.