GP_OESamantekt frá Obenwart og Dusseldorf.

European Judo Open í Oberwart (Þátttakendur Þormóður Jónsson, Egill Blöndal og Breki Bernharðsson)
Þormóður hefur verið að tapa viðureignum á refsistigum undanfarið og það sama henti hann í Oberwart en þar tapar hann með fjögur shido gegn tveimur. Það eru afar fáir sem ná að kasta Þormóði og sjaldan eða varla er skorað á hann stig. Það á hann að nýta sér til að vinna sjálfur viðureignir taktíst með refsistigum með því að glíma meira á miðjum velli því þar getur hann óhræddur verið en refsistigin sem hann er að tapa á eru oftast sem hann fær þegar hann stígur eða er ýtt út fyrir keppnisvöllinn. Þormóður er núna í 71 sæti heimslistans og til að eiga möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í sumar þarf hann að færast ofar á þeim lista og það gerist einungis með því að vinna viðureignir og komast á verðlaunapall á næstu mótum.

Egill var ekkert lakari í tökunum en Kínverjinn og virtist álíka sterkur líkamlega svo það var ekki ástæðan fyrir því að hann tapaði í Obenwart og ekkert skortir upp á keppnisskap og sjálfsstraust. Það eina sem vantar er það sem hann er að gera ákkurat núna með veru sinni í Frakklandi þ.e. að æfa jafn mikið og andstæðingarnir og keppa jafn mikið og þeir og ef hann heldur sig við efnið verður ekki langt að bíða þar til hann fer að vinna glímu og glímu og að lokum standa uppi sem sigurvegari.
Breki tapaði einnig en andstæðingur hans virtist öflugri í tökunum og líkamlega sterkari. Breki er hinsvegar nýkominn upp í -81 kg flokkinn svo það var ósköp eðlilegt en hann á eftir að þyngjast og styrkjast. Það á það sama við um Breka og Egil að það vantar ekkert uppá keppnisskap og sjálfstraust en hann vantar meiri líkamlegan styrk til að ná árangri og þarf því að leggja áherslu á það.

Grand Prix Dusseldorf. (Þátttakandi Sveinbjörn Iura)
Sveinbjörn er heldur betur að standa sig og er þetta þriðja stórmótið í röð þar sem hann kemst í aðra umferð en það gerði hann einnig á Grand Slam Tokyoí desember og Grand Slam Paris núna fyrr í febrúar. Hann hefur færst upp um 133 sæti á heimslistanumfrá því 2. nóv. 2015 en þá var hann 232 sæti en er núna í því 99.