Obenwart2016Þann 14. feb. næstkomandi þ.e. á morgun sunnudag munun þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg Breki Bernharðsson -81 kg og  Egill Blöndal -90 kg á keppa á European Judo Open í Oberwart í Austurríki. Mótið er gríða sterkt og er fjöldi keppenda og sigurvegara frá Grand Slam París um síðustu helgi á meðal þátttakenda en keppendur eru alls 242 frá 48 þjóðum. Búið er að draga og mætir Breki Pólskum keppanda og það gerir Þormóður einnig en Egill mætir Kínverja. Keppnin sem er í beinni útsendingu hófst í dag með keppni í léttari flokkum kl. 10 að staðartíma ( 9:00 á Íslandi) en keppni í þyngri flokkum verður á morgun og hefst einning kl. 10:00. Breki á fyrstu viðureign í sínum flokki, Þormóður á fimmtu viðureign og Egill þá áttundu. Keppt er á þremur völlum og sést neðan við skjáina á hvaða völlum hver flokkur er og keppnisröð keppenda.