EO Prag 2016Á morgun sunnudag munu þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg Breki Bernharðsson -81 kg og Egill Blöndal -90 kg á keppa á European Judo Open Prag. Mótið er gríða sterkt en keppendur eru 270 frá 52 þjóðum. Búið er að draga og mætir Breki keppanda frá Kyrgystan, Egill situr hjá í fyrstu umferð og mætir þá annaðhvort Ástrala eða Eista en Þormóður mætir Kanadamanni. Keppnin sem er í beinni útsendingu hófst í dag með keppni í léttari flokkum kl. 10 að staðartíma ( 9:00 á Íslandi) en keppni í þyngri flokkum verður á morgun og hefst hún kl. 8:00 að Íslenskum tíma og keppir Þormóður fyrstur um kl. 8:30 á velli 3 Breki keppir næstur á velli 1 um kl. 9:15 og Egill á velli 2 um kl. 9:40. Hér er drátturinn og hér má sjá beina útsendingu frá keppninni.