2016-02-20 13.06.27Árlegt Góumót JR var haldið um helgina og var þátttakan mjög góð en sökum veðurs þá var færðin ekki upp á það besta á norðurlandi svo ekki komust allir þeir keppendur að norðan sem skráðir voru til keppni. Góumótið er æfingakeppni barna á aldrinum 8-10 ára og þar fá allir þátttakendur gullverðlaunapening sama hvernig gengur. Á þessu móti læra börnin helstu keppnisreglur og hvað má og hvað má ekki. Allir fá minnst tvær viðureignir og ekki er gefið ippon fyrstu 30 sekúndurnar nema að komist sé í fastatak í framhaldi af kastinu. Fastataks tími er einnig styttur og er 5. sek. (yuko) 10. sek. (wazaari) og 15. sek. (ippon).  Hér eru úrslitin.