IJF2016Síðastliðna helgi var hin árlega IJF refereeing & coaching ráðstefna og var hún að þessu sinni haldin í Tokyo í Japan. Yoshihiko Iura var fulltrúi dómaranefndar JSÍ en skyldumæting er á þessar ráðstefnur ef viðhalda á alþjóðlegum réttindum. Á ráðstefnunni var farið yfir reglur og túlkanir og fyrirhugaðar breytingar en þeirra má vænta að loknum Ólympíuleikum. Á næstunni verður haldinn fundur með dómurum og klúbbunum þar sem Yoshihiko mun fara yfir og segja frá því markverðasta sem kom fram á þessari ráðstefnu. Hér er myndband í tveimur hlutum frá ráðstefnunni, fyrri hluti og seinni hluti.