Grimur og Ulfur 2Vinir okkar frá Selfossi þeir Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson  kepptu um helgina á Copenhagen Open. Grímur keppti til úrslita í U21 árs -90 kg sl. laugardag og endaði með silfurverðlaunin og Úlfur Böðvarsson keppti einnig í þeim flokki og vann eina viðureign en komst ekki á pall en það gerði hann hinsvegar í U18 daginn áður í +81 kg flokki en þar varð hann í þriðja sæti. Þetta var mjög fjölmennt mót eða um 420 keppendur frá fjölmörgum löndum og keppt í aldursflokkum frá 12 ára til U21 árs. Hér eru úrslitin.
Grimur og Ulfur 1