CasablancaAfrican Open í Casablanca fer fram helgina 12 og 13 mars 2016. Á meðal keppenda eru þeir Þormóður Árni Jónsson +100 kg og Sveinbjörn Jun Iura -81 kg flokki og keppa þeir á morgun sunnudag. Keppendur eru frá 47 þjóðum og eru keppendur 255. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn keppanda frá ESP Shalva Kalabegashvili sem er nú líklega fyrrum Georgíumaður. Þormóður situr hjá í fyrstu og mætir annaðhvort Kuwait eða Marrokko. Ef hann vinnur þá viðureign þá er ekki ólíklegt að hann mæti aftur Malki El Mehdi frá Marokó en hann tapaði fyrir honum á Grand Slam París í byrjun febrúar á refsistigum og á hann því harma að hefna. Keppnin hefst kl. 9:30 og er það sami tími og hér heima. Því miður hef ég ekki fundið neina beina útsendingu frá mótinu en hér er hægt að fylgjast með gangi mála.