CasablancaÞá er African Open í Casablanca lokið. Þormóður Árni Jónsson +100 kg keppti um bronsverðlaunin við Stepan Sarkisian frá Rússlandi en varð að sætta sig við tap í þeirri viðureign. Þormóður hafði fyrr um daginn keppt við tvo Marrokko búa og unnið annan þeirra. Árangur Þormóðs gaf honum 20 stig og ætti það að koma honum eitthvað ofar á heimslistanum. Sveinbjörn Jun Iura -81 kg flokki tapaði því miður sinni viðureign gegn Shalva Kalabegashvili frá Spáni og var þar með úr leik. Næsta verkefni þeirra félaga er þátttaka á Grand Prix Samsun í Tyrklandi í byrjun apríl.