Næstkomandi föstudag, þann 1. apríl milli 20:00 og 22:00 mun Iura vera með kynningu á því sem fór fram á dómararáðstefnu í japan í síðasta mánuði. Kynningin fer fram í fundarsal E hjá ÍSÍ. Við mælum með því að sem flestir mæti, bæði þjálfarar og iðkendur enda er það öllum í hag. Í meðfylgjandi tengli eru myndskeið sem notast verður við á kynningunni, svörin eru líka en munið að dómari fær bara að sjá þetta einu sinni svo prófið að dæma sjálf.

Án dómara eru engin mót.  Ef einhverjir eru áhugasamir um dómgæslu má endilega hafa samband við Jónsa.  Það væri gott að hafa póstlista sem hægt væri að leita í fyrir mót.

Fyrir hönd dómararáðs Jón Kristinn Sigurðsson (Jónsi)
P.S. Endilega reynið að koma þessum skilaboðum á sem flesta.
Tengill á myndskeið