Nymburk 2016Þeir Gísli Vilborgarson og Adrían Ingimundarson lögðu af stað í morgun til Tékklands þar sem þeir munu ásamt þeim Breka Bernharðssyni og Agli Blöndal taka þátt í OTC í Nymburk dagana 7-16 mars. Þetta eru gríða erfiðar æfingabúðir þar sem fjöldi sterkra þjóða mæta og þar á meðal landslið Rússlands. Þeir Adrían og Gísli verða í eina viku en þeir Egill og Breki verða allan tímann og fara svo til Parísar þar sem þeir eru við æfingar fram til 6. apríl en þá halda þeir í æfingaferð til Japans í fimm vikur.