NM 2016Það verður sameiginleg æfing í dag sumardaginn fyrsta í JR kl.17:30 til 19:00 og eru allir 15 ára og eldri velkomið að taka þátt í henni en gert er ráð fyrir að allir sem valdir hafa verið til að keppa á NM verði með fyrir utan Draupnismenn að þessu sinni. Þessi æfing sem er sú þriðja í röðinni er liður í undirbúningi fyrir Norðurlandameistaramótið í Larvik í Noregi 20 maí. Næstu sameiginlegu æfingar verða svo sunnudaginn 1. maí í JR eða Ármanni (tilkynnt síðar) sú fyrri kl. 10-11:30 og sú seinni sama dag kl. 14-15:30. Hér má sjá þá sem valdir voru til að keppa á NM 2016. Ekki komast þó allir sökum meiðsla og eða persónulegra ástæðna og einnig bætast í þennan hóp nokkrir sem uppfylla þáttöku skilyrði og fara á eigin vegum.