samsun 2016Grand Prix Samsun fer fram þessa helgina 1-3 apríl 2016 í Tyrklandi. Á meðal keppenda er Sveinbjörn Iura sem keppir að venju í -81 kg flokki og með honum í för er Þorvaldur Blöndal sem verður honum til aðstoðar. Sveinbjörn keppir á morgun, laugardagin 2. apríl um kl. 07:30 að Íslenskum tíma en hann á sjöttu viðureign.
Keppendur eru 397 frá 67 þjóðum. Búið er að draga og mætir Sveinbjörn sterkum keppanda frá Armeníu Andranik Chaparyan sem er í 97 sæti heimslistans. Hér er bein útsending frá mótinu en 81 kg flokkurinn er á velli 1. og hér er keppnisröðin.