Ulfur U18 NM 2016Norðurlandamótið fór fram í Larvik í Noregi dagana 21-22 maí. Við sendum þangað fjölmennt lið keppenda sem stóðu sig með sóma og uppskáru þrjú gull, þrjú silfur og þrjú brons verðlaun auk þess að verða í 5 og 7 sæti. Þeir sem unnu til verðlauna voru, Þormóður Jónsson  gull í +100 kg flokki, Sveinbjörn Iura silfur í -81 kg flokki og Egill Blöndal brons í -90 kg flokki. Í U21 árs í 90 kg flokki fékk Egill Blöndal gullverðlaun, Grímur Ívarsson silfur og Úlfur Böðvarsson brons verðlaun. Í U18 fékk Úlfur Böðvarsson gullverðlaun í -90 kg flokki, Alexander Heiðarsson silfur í -55 kg flokki og Ásþór Rúnarsson bronsverðlaun í -81 kg flokki en hér eru öll úrslitin.