Logi v Hemmi NM 2016Logi Haraldsson fór til Bretlands í byrjun júní og æfði til að byrja með í Bath og síðan bauðst honum að taka þátt í æfingabúðum með breska landsliðinu og var með þeim í viku tíma. Þann tuttugusta júní fór hann til Munchen mun æfa þar með Grosshadern Judoklúbbnum fram til 4. ágúst og gera þaðan út á nokkur mót og æfingabúðir í Evrópu og er fyrsta mótið Junior European Cup 9-10 júlí í Paks í Ungverjalandi og æfingabúðir strax á eftir. Egill Blöndal tekur einnig þátt í mótinu í Paks en sleppir æfingabúðunum en keppir hinsvegar aftur viku seinna á öðru Junior European Cup og nú í Gdynia í Póllandi og mun Garðar Skaftason þjálfari verða honum til aðstoðar á þessum mótum.

Modi_Egill_Svenni NM 2016Þormóður Jónsson fór einnig til Þýskalands þann tuttugusta júní og mun vera við æfingar á nokkrum stöðum í Evrópu fram að Ólympíuleikunum. Hann byrjaði Í Grosshadern með Loga, fer 1. Júlí á EJU æfingabúðir til Castelldefells á Spáni og þar hittir hann Sveinbjörn Iura sem einnig tekur þátt í þeim æfingabúðum sem standa til 8. júlí. Að þeim loknum kemur Sveinbjörn heim en Þormóður fer aftur til Munchen og mun líkast til æfa með TSV Abensberg judoklúbbnum í nokkra daga og í Paks í Ungverjalandi áður en hann kemur heim aftur og heldur til Ríó.