UlfurÚlfur Böðvarsson sem býr núna og æfir í Danmörku, keppir næsta laugardag (2.júlí 2016) á Evrópumótmeistaramótinu í judo í aldursflokknum U18 sem haldið er í Finnlandi næstu helgi. Keppendur eru rúmlega fjögurhundruð frá fjörtíu og einni þjóð. Búið er að draga og mætir Úlfur sem keppir í -90 kg flokki, Christopher  Mvuama  frá Frakklandi. Í flokknum eru tuttugu og fimm keppendur og á Úlfur fjórðu viðureign í flokknum og má fylgjast með henni í beinni útsendingu hérna sem hefst kl. 06:30 að Íslenskum tíma. Nánari tímasetning og á hvaða velli hann keppir má sjá að loknu móti á morgun í pdf skjalinu undir „Contest Order“. Þórdís Böðvarsdóttir systir Úlfs verður honum til aðstoðar á mótinu.