vignisbikarinn2016Í dag hélt Júdódeild Ármanns júdómót til að heiðra minningu fallins félaga, Vignis Grétars Stefánssonar. Keppt var í tveimur þyngdarflokkum að þessu sinni -81 kg og þyngri en 81 kg. Keppnin var afar fjörug og skemmtileg og gaman að sjá fyrrum keppendur klæðast júdógallanum á ný af þessu tilefni til að takast á við þá yngri og greinilegt er að sumir þeirra að minnsta kosti hafa engu gleymt nema kanski úthaldinu að hluta sem eðlilegt er. Mót þetta á að verða árlegur viðburður og haldast í framvegis aðra vikuna í september ár hvert. Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfunum ásamt sonum Vignis þeim Sindra Dan og Snævari Dan.
lettari-flokkur-2016-vilhelm-tomas-og-elfar thyngri-flokkur-2016-thor-bjarni-og-bjorn