Jón Þór Þórarinsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari JSÍ fram yfir Ólympíuleika 2020 og mun hann skipuleggja og ákveða verkefni landsliða þann tíma. Anna Soffía Víkingsdóttir sem er einn okkar reyndasti og sigursælasti keppandi mun taka að sér umsjón með kvenna judo og skipuleggja og ákveða verkefni þeirra í samvinnu við landsliðsþjálfara.  Óskum við þeim alls hins besta og hlökkum til samstarfsins. Fyrsta erlenda verkefnið á árinu er þátttaka á Matsumae cup í Vejle dagana 16-21 febrúar hafa eftirfarandi kepppendur verið valdir til þátttöku.

 

Alexander Heiðarsson      -55          Draupnir
Gísli Vilborgarson             -73          JG
Árni Lund                           -81          JR
Sveinbjörn Iura                 -81          Ármann
Logi Haraldsson               -81          JR
Breki Bernharðsson         -81          Draupnir
Egill Blöndal                     -90          Selfoss
Ægir Valsson                    -90          JR
Þormóður Jónsson       +100          JR
Anna Víkingsdóttir          -78          Draupnir