Hér eru úrslit Góumóts JR 2017. Góumót JR var haldið laugardagsmorgunin 11. febrúar. Góumótið er keppni barna í aldursflokkum 8-10 ára og voru keppendur tæplega fjörtíu og komu víðsvegar af landinu. Í þessum aldursflokkum fá allir keppendur verðlaun óháð árangri, aðalatriðið er að taka þátt og læra að keppa, sigra og tapa. Á mótinu sást mjög flott judo, fullt af hreinum brögðum og vel unnið í gólfglímunni og er það hreint með ólíkindum hve þessir krakkar hafa náð góðum tökum á íþróttinni svona ung. Það er greinilegt að vel er unnið í uppbyggingarstarfi klúbbanna í þessum aldursflokkum. Að lokum er vert að geta þess að Atli Þórðarson dæmdi einn allt mótið og stóðs sig frábærlega og á hann örugglega eftir að láta meira að sér kveða á þeim vettvangi í framtíðinni.

  • Published On: 21. nóvember 2022
  • Published On: 17. nóvember 2022
  • Published On: 7. nóvember 2022

Lesa einnig

  • Lesa frétt
  • Lesa frétt
  • Lesa frétt