Í dag og næstu tvo daga er hægt að fylgjast með í beinni útsendigu frá Grand Prix í Þýskalandi. Flestir bestu judomenn og konur heims eru á meðal þátttakenda. Lukas Krpalek sem keppir nú í fyrsta sinn eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem hann vann gullverðlaunin í -100 kg flokknum keppir núna í þungavigt og býða menn spenntir eftir því hvernig honum muni vegna því  margir telja að hann sé sá andstæðingur sem Teddy Riner þurfi að hafa áhyggjur af.