Það komu þrenn bronsverðlaun í hús í dag hjá okkar mönnum. Alexander Heiðarsson keppti í U21 árs -55 kg flokki þar sem keppt var í tveimur þriggja manna riðlum. Hann  tapaði fyrri glímunni sinni en vann þá seinni á ippon og var efstur í riðlinum og komst því upp úr honum. Þar með var hann búinn að tryggja sér bronsverðlaunin og gat komist í úrslitin en því miður tapaði hann í undanúrslitunum og fór ekki lengra.  Við vorum með fimm keppendur af tuttugu og einum í -81 kg flokki. Fyrstur keppti Logi Haraldsson og vann hann fyrstu viðureign en tapaði í sextán manna úrslitum. Hann fékk uppreisnarglímu sem hann vann en tapaði svo þeirri næstu og endaði í 9. sæti. Þá var komið að Sveinbirni Iura en hann sat hjá í fyrstu og vann síðan næstu tvær viðureignir og var þar með kominn í undanúrslit en tapaði þeirri viðureign. Hann keppti því síðar um daginn um bronsverðlaunin og innbyrti þau örugglega. Árni Lund keppti næstur og mætti sínum fyrsta Japanska andstæðingi. Árni tapaði þeirri viðureign en fékk uppreisnarglímu þar sem hann mætti Breta og vann hann en tapaði næstu gegn Svía og endaði í þrettánda sæti. Ásþór Rúnarsson fékk tvær viðureignir en tapaði þeim báðum.  Breki Bernharðsson vann fyrstu viðureign sína en tapaði þeirri næstu. Hann fékk uppreisnarglímu en gat ekki keppt þar sem hann hafði tognað í síðustu viðureign og hætti keppni. Í -90 kg flokknum þar sem kepprndur voru tólf kepptu okar menn þeir Egill Blöndal, Úlfur Böðvarsson og Ægir Valsson. Úlfur fékk tvær viðureignir en því miður tapaði báðum.  Egill og Ægir sátu hjá í fyrstu umferð en töpuðu báðir í annari umferð, Egill gegn Henri Hannula frá Finnlandi sem að endaði í öðru sæti og Ægir gegn Tom  Boneschansker frá Hollandi sem varð þriðji í flokknum en gerði sér lítið fyrir og vann opna flokkinn síðar um daginn. Bæði Egill og Ægir fegu uppreisnarglímu og tapaði Egill sinni og var úr leik en Ægir vann sína en tapaði svo næstu og endaði í sjöunda sæti. Þá var bara Grímur eftir en hannkeppti í -100 kg flokknum þar sem keppt var í tveimur þriggja manna riðlum. Grímur vann örugglega sinn riðil , báðar glímurnar á ippon og var annar þeirra Takaya frá Japan sem varð í öðru sæti í opna flokknum síðar um daginn. Grímur var þar með kominn í undanúrslitin og mætti þar í þriðja sinn á tveimur dögum, Mathias Madsen frá Danmörku, þeim sama og hann keppti við í gær í U21 árs. Mathías hafði betur og Grímur endaði með bronsverðlaunin. Okkar menn glímdu á þessum tveimur dögum fjörtíu og sex viðureignir og unnu sautján þeirra sem skilaði fjórum bronsverðlaunum. Hér eru öll úrslitin.