Mótið verður haldið í Íþróttahúsinu við Naustaskóla á Akureyri.
Hér er linkur á kort og upplýsingar um staðsetninguna.

Keppnin byrjar kl. 11:30 á laugardaginn og skiptum við keppendum upp í tvo hópa.
11:30-13-30, konur í -63, -70 og karlar í -60, -66, og -73 kg.
13:30-15:00, karlar -81, -90 og -100 kg.
Vigtun verður á föstudagskvöld frá kl. 21:00 til 22:00 hjá Draupni og á laugardagsmorgun frá kl. 10:00 til 11:00 á keppnisstað.

Í framhaldi af mótinu verður sameiginleg/landsliðsæfing sem Jón Þór Þórarinsson sér um og stendur hún í einn og hálfan klukkutíma og verður annaðhvort haldin á keppnisstaðnum eða í æfingaaðstöðu Draupnismanna en það verður ákveðið á laugardaginn.