Okkar menn á Holstein Open. Á myndina vantar Jón Þór og Úlf.

Í morgun fór átta manna hópur til Þýskalands til að taka þátt í Holstein Open en keppnin fer fram á morgun, laugardaginn 18. mars. Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari sem fer fyrir hópnum hefur valið eftirfarandi aðila til þátttöku en þeir eru, Gísli Vilborgarson í -73 kg flokki, Logi Haraldsson og Sveinbjörn Iura í -81 kg flokki, Egill Blöndal, Ægir Valsson og Úlfur Böðvarsson sem kemur frá Danmörku, keppa í – 90 kg flokki og að lokum Grímur Ívarsson í -100 kg flokki. Búið er að draga en því miður hef é ekki fundið tengil á mótið og veit því ekki enn hverjum þeir mæta en mun setja upplýsingar hér inn um leið og ég fæ þær en hugsanlega verður hægt að fylgjast með á þessari facebook síðu.