Smáþjóðaleikarnir 2017 verða haldnir í San Marínó 29. maí til 3. júní og keppt verður í borðtennis, blaki, strandblaki, frjálsíþróttum, körfuknattleik, júdó, skotíþróttum, sundi, tennis, bogfimi, bowls og hjólreiðum. Ráðgert var að senda þangað judo keppendur í sjö flokkum karla og fjórum flokkum kvenna en því miður verður að fækka þeim sökum kostnaðar og hefur því verið ákveðið að sleppa þátttöku í -60 og -66 kg flokkum karla og -57 og -70 kg flokkum kvenna og fækka þjálfurum um einn. Þátttakendur verða því tveir keppendur í kvennaflokkum (-63 og -78 kg) og fimm í karlaflokkum (-73,-81,-90,-100 og +100 kg) ásamt landsliðsþjálfara og fararstjóra. Keppendur verða valdir að loknu Íslandsmóti 30. apríl.