Páskamót JR og Góu var haldið um helgina og voru keppendur um 60 frá sex klúbbum. Því miður vantaði keppendur frá fjórum klúbbum sem voru með í fyrra en tveir þeirra hafa verið með frá upphafi. Einnig var einhver fækkun keppenda miðað við síðast hjá nokkrum klúbbum sem nú tóku þátt. Þessi fækkun er vonandi eitthvað tilfallandi en ekki vísbending um minni starfsemi í þessum aldursflokkum. Það jákvæða er þó að það var fjölgun keppenda miðað við árin á undan hjá tveimur klúbbum um 50-150% og er það ákaflega ánægjulegt. Páskamótið sem hefur verið eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri júdó iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót ársins fór vel fram að venju og keppendur virkilega góðir og sýndu hrein og flott judo brögð. Hér er yfirlit yfir þátttöku á Páskamótunum síðastliðin sjö ár. JR þakkar þjálfurum og forsvarsmönnum annara klúbba sem og öllum öðrum veitta aðstoð við framkvæmd  mótsins. Hér eru úrslitin 2017