Í gær kepptu þær Aleksandra Lis (-70kg) og Karen Guðmundsdóttir (-63kg) á Alþjóðaleikum ungmenna. Aleksandra Lis tapaði fyrstu viðureign gegn stúlku frá Litháen en vann síðan næstu tvær viðureignir og var það gegn stúlku frá Ísrael og annari stúlku frá Litháen og hafnaði Aleksandra því í öðru sæti. Til hamingju með það. Karen atti kappi við stúlkur frá Chinese Taipei og Ísrael og glímdi vel en það dugði ekki til og tapaði hún þeim viðureignum og varð í 5-6 sæti. Í dag keppa þeir Kjartan Hreiðarsson (-66kg) og Hákon Garðarsson (-60kg) . Hér má sjá öll úrslit fyrri keppnisdagsins og hér síðari keppnisdags.