Árni Lund keppti í dag á Junior European Judo Cup í Berlín og mætti Belganum  Pieter Vandyck í -81 kg flokknum en þar voru keppendur hvorki fleiri né færri en fimmtíu.  Sú viðureign fékk skjótan endi því þegar Árni reyndi vinstra drop seoi nage sem mistókst illilega náði Pieter annari hendi Árna og komst í framhaldi beint inn í sankaku jime og Árni varð að játa sig sigraðan og hann þar með úr leik eins og reyndar belginn sem vann næstu viðureign en tapaði svo næstu og keppninni þar með einnig lokið fyrir hann. Þetta er töff fyrirkomulag því það er enginn annar séns ef þú tapar viðureign nema þú sért kominn í átta manna úrslit eða framar. Hér eru úrslitinmyndir frá mótinu. Þeir félagar Árni Lund og Logi Haraldsson taka nú þátt í æfingabúðum í Berlín sem haldnar eru í tengslum við mótið og eru svo væntanlegir á æfingu í JR næsta föstudag.