Næsta sunnudag eða þann 30. júlí mun Árni Lund keppa á Junior European Judo Cup í Berlín og verður Logi Haraldsson honum til aðstoðar en þeir dvelja nú við æfingar í Munchen. Þetta er keppni í aldursflokki 15-20 ára og hefur Logi því ekki keppnisrétt núna en hann keppti í fyrra. Dregið verður annað kvöld kl. 20 og verður þá hægt að sjá hverjum Árni mætir og fylgjast með gangi keppninnar og einnig verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu en keppnin hefst að íslenskum tíma kl. 8 að morgni sunnudagsins. Að loknu móti munu þeir félagar Árni og Logi svo taka þátt í æfingabúðunum sem haldnar verða í tengslum við það og þar með lýkur svo þessari mánaðar æfinga og keppnisferð þeirra í Þýskalandi og þeir væntanlegir á æfingu í JR föstudaginn 4. ágúst.