Alexander Heiðarsson mætti Stas Kokotovic frá Slóveníu í -55 kg flokknum á EYOF leikunum í Györ á þriðjudaginn. Því miður fyrir okkur hafði Stas betur í þeirri viðureign og þar með var keppni lokið hjá Alexander þar sem Stas tapaði næstu viðureign gegn Tyrkjanum  Mihrac Akkus sem vann gullverðlaunin síðar. Stas fékk hinsvegar uppreisnarglímu og endaði að lokum í sjöunda sæti. Hér eru úrslitin, myndir frá mótinu og tengill á beina útsendingu.