Fimm fræknu í Saarbrucken 2017

Þeir félagar , Árni Lund (-81 kg), Egill Blöndal  (-90 kg), Gísli Vilborgarson  (-73 kg), Logi Haraldsson  (-81 kg) og Sveinbjörn Iura  (-81 kg) dvelja nú í Saarbrucken í Þýskalandi og munu keppa þar á Senior Europen Judo Cup í dag og á morgun. Þátttaka er mjög mikil og eru keppendur alls 403 frá 29 þjóðum og er 73 kg flokkurinn fjölmennastur eð 54 keppendur og keppt er með útsláttarfyrirkomulagi. Gísli ríður fyrstur á vaðið en hann keppir í dag en hinir á morgun og hefst keppnin kl. 8 að íslenskum tíma báða dagana. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á fjórum völlum og hér er drátturinn og þar er hægt að fylgjast með framvindu mótsins. Að móti loknu taka þeir þátt í æfingabúðum sem haldnar verða á sama stað og standa fram í miðja næstu viku.