Gerð hefur verið breyting á landsliðsþjálfaramálum JSÍ og verður starfinu skipt upp á milli nokkurra aðila en verða ekki á einni hendi eins og verið hefur. Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari JSÍ sem hefur verið með öll landsliðin á sinni könnu mun nú fá kærkomna aðstoð í uppbyggingastarfinu. Þau Anna Soffía Víkingsdóttir og Hermann Ragnar Unnarsson hafa verið ráðin landsliðsþjálfarar yngri landsliða og mun Anna Soffía halda utan um U18 ára landslið og Hermann Ragnar um U21 árs landsliðið. Þau munu ásamt Jóni Þór, sem mun nú eingöngu sjá um landslið seniora vinna náið saman að landsliðsþjálfun og skipulagi landsliðsmála.