Fyrsta landsliðsæfing haustsins verður laugardaginn 30. sept. kl 11:00 – 13:00 og verður hún haldin hjá Judofélagi Reykjavíkur að Ármúla 17.
Allir 15 ára og eldri iðkendur eru velkomnir en það verður ekki skyldumæting að þessu sinni þar sem fyrirvarinn var þetta stuttur en gaman væri ef sem flestir gætu mætt.

Svo minnum við Haustmótið sem haldið verur á Selfossi 7. okt. sem er eitt af fjórum punktamótum JSÍ og gerum við landsliðsþjálfarar þá kröfu að landsliðsfólk og verðandi landsliðsfólk taki þátt í punktamótum JSÍ sem eru, Haustmót, RIG, Íslandsmót og Vormót.

Kær kveðja
Jón Þór,Hermann og Anna Soffía.
Landsliðsþjálfarar