Helgina 11 til 12 nóvember verður landsliðsæfingahelgi fyrir cadets (15-17 ára) haldin hér á Akureyri.
Tvær æfingar á laugardegi fyrri 10-12 og seinni 14:30-16:30. Ein æfing á sunnudegi frá 9:30 – 10-45.
Hægt verður að gista í Júdósal KA, en þarf að taka með sér svefnpoka, kodda og dýnu. Jafnvel verður reynt að fara saman út að borða á laugardagskvöldinu.

Með þessu vill ég kynnast þeim hóp sem hefur áhuga á að ná langt í íþróttinni og eru á aldrinum frá 14-17 ára.
Ástæðan fyrir því að ég hef 14 ára með í hópnum er að núna er mjög stutt í að þau verða komin upp í cadets (eftir áramót).

Sendið mér (annasoffia1985@gmail.com) skráningu í byrjun nóvember, þar sem er fullt nafn, beltagráða og aldur þeirra sem koma.

Með bestu kveðju,

Anna Soffía Víkingsdóttir