Select your Top Menu from wp menus

Haustmót JSÍ 2017 – Yngri flokkar

Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í íþróttahúsinu Röstinni í Grindavík laugardaginn 21. okt. næstkomandi.
Fimmtíu og fimm keppendur eru skráðir til leiks og hefst mótið kl. 11:00 í aldursflokkum U13 og U15  og lýkur þeim flokkum um kl. 13. Þá hefst keppni í aldursflokkum U18 og U21 árs og ætti henni að ljúka um kl. 14:30. Vigtun fyrir U13 og U15 er frá 9:30-10:00 og geta U18 og U21 líka vigtað sig þá en annars er þeirra vigtun frá 11-11:30.  Hér er keppendalistinn.