Holstein Open 2017

Í morgun lögðu sjö keppendur af stað til Cardiff í Englandi og munu þeir keppa næsta laugardag á Welsh Open Junior & Senior Championships 2017. Þeir sem fóru eru, Alexander Heiðarsson -55 kg, Oddur Kjartansson -73kg og Árni Lund -81 kg og keppa þeir allir í U21 árs eða juniora flokkum og aðrir sem fóru keppa í seniora flokkum en það  eru þeir Dofri Bragason -60 kg, Logi Haraldsson -81 kg og Egill Blöndal og Ægir Valsson í  -90kg flokki. Með þeim í för eru landsliðsþjálfarar  U21 og seniora þeir Hermann Unarsson og Jón Þór Þórarinsson.