Haustmóti JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 var haldið í Grindavík laugardaginn 21. okt. sl. Keppendur í ár voru heldur fleiri en í fyrra eða fimmtíu og einn sem er ánægjulegt. Mótið sem var vel skipulagt hjá UMFG hófst kl. 11 í aldursflokkum U13/U15 og strax að því loknu eða kl. 13 hófst keppni í U18/U21 og mótslok voru kl. 14:30. Viðureignirnar urðu sextíu og sjö og þar af unnust fimmtíu og fjórar þeirra á ippon. Fullt var af áhorfendum framan af en þeim fækkaði svo nokkuð þegar fyrri hluta mótsins lauk. Hér eru úrslitin.