Helgina 11 til 12 nóvember var landsliðsæfingahelgi fyrir cadets (15-17 ára) haldin á Akureyri undir stjórn landsliðsþjálfara U18, Önnu Soffíu Víkingsdóttur. Því miður komust ekki allir þeir sem ætluðu að mæta en þrátt fyrir það var þátttakan þokkaleg og æfingar góðar og hnitmiðaðar og farið tækniæfingar sem og glímt. Tvær æfingar voru á laugardegi sú fyrri frá 10-12 og sú seinni 14:30-16:30 og síðan ein æfing á sunnudegi frá 9:30 – 10-45. Þátttakendur gistu í Júdósal KA og fór vel um þá þar.