Reykjavíkurmótið var haldið í gær Laugardaginn 4. nóv. í húsakynnum JR í Ármúla17. Keppendur voru frá Reykjavíkurfélögunum þremur þ.e. Judodeild Ármanns, Judodeild ÍR  og Judofélagi Reykjavíkur. Keppt var í aldursflokkum U13 og U15 og svo í kvenna og karlaflokkum. Í barna og unglingaflokkum var hart barist og ekkert gefið eftir og réðust úrslit of ekki fyrr en í gullskori svo jafnar voru sumar viðureignirnar. Ingunn Sigurðardóttir úr JR vann -70 kg flokk kvenna eftir hörku viðureign gegn hinnni ungu og efnilegu Aleksöndru Lis frá Judodeild ÍR. Logi Haraldsson var öruggur sigurvegari í 81 kg flokki karla en Gísli Vilborgarson varð í öðru sæti en hann keppti flokk upp fyrir sig eins og reyndar Oddur Kjartansson sem varð þriðji og ekki langt frá því að sigra Gísla því hann var þremur wazaari yfir og aðeins um mínúta eftir þegar Gísli náði góðum tökum á Oddi og skorði ippon með seoinage kasti. Hugo Lorain vann -100 kg flokkinn en Ægir Valsson varð í öðru sæti eftir hörkuviðureign þeirra tveggja en allt var í járnum þar til um tvær mínútur voru eftir en þá komst Hugo inn í osotogari og náði góðu kasti og skoraði ippon. Hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá mótinu.