Gull, silfur og brons sveitir karla 2017 (Mynd BAF)

Sigursveit JR 2017: Hermann, Logi, Þormóður og Árni og í fremri röð eru þeir Oddur og Janusz (Mynd BAF)

Sveitakeppni karla fór fram í gær og var hún haldin í Skelli hjá Judodeild Ármanns. Það voru óvenjufáar sveitir mættar til leiks að þessu sinni en keppnin var engu að síður ákaflega skemmtileg eins og jafnan er í sveitakeppni. Fullt var af flottum viðureignum og köstum sem sjá má hér og má nefna sópið hans Breka Bernharðssonar gegn Birgi Arngrímssyni í -81 kg flokknum, kastið hans Dofra Bragasonar gegn Hauki Ólafssyni í -66 kg flokknum og kastið hans Loga Haraldssonar í -81 kg flokknum JR gegn KA svo eitthvað sé nefnt. Ekki var gólfglíman síðri og mátti sjá frábæra vinnslu þar eins og hjá Agli Blöndal gegn Adam Þórarinssyni í -90 kg flokknum og Hermanni Unnarssyni gegn gegn Arnari Björnssyni í -73 kg flokknum. Sú viðureign sem var þó kanski hvað mest spennandi var milli þeirra Egils Blöndal frá Selfossi og hins unga og efnilega Árna Lund í JR. Þeir kepptu í -90 kg þyngdarflokki og varði sú viðureign allan glímutíman og var gríðalega spennandi en fór svo að lokum að Egill sem er Íslandsmeistari bæði í -90 kg og opnum flokki 2017 og einn okkar sterkasti judomaður í dag sigraði Árna á wazaari eftir hörkuviðureign. Leikar fóru þó þannig þegar upp var staðið að sveit JR sigraði og er Íslandsmeistari 2017, í öðru sæti varð sveit Selfoss og í því þriðja sveit KA.  Hér má sjá riðilinn og allar viðureignirnar. Myndirnar hér neðar tók Helgi Eiríkur Eyjólfsson.