Þeir Árni Lund og Logi Haraldsson fóru í morgun til Austurríkis þar sem þeir munu taka þátt í viku OTC æfingabúðum í Mittersill en þær eru með þeim sterkustu sem haldnar eru ár hvert og að venju allir bestu judomenn og konur heims á meðal þátttakenda. Þessar æfingabúðir hjá þeim ættu að koma sér vel í undirbúningi þeirra fyrir Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 27. janúar.