Danish Open 2018 var haldið í Vejle í Danmörku dagana 10 – 13 febrúar 2018. Keppendur frá Íslandi voru þeir, Hrafn Arnarson,  U18 og U21 -81kg, Alexander Heiðarsson, U21 og senioraflokki -60kg, Úlfur Böðvarsson, U21 og senioraflokki -90kg, Grímur Ívarsson, U21 og senioraflokki -100kg, Breki Bernharðsson -81kg, Egill Blöndal -90kg og Sveinbjörn Iura -90kg. Ásamt þeim fóru landsliðsþjálfararnir Jón Þór Þórarinsson og Hermann Unnarsson og einnig var með í för Heiðar Jónsson formaður KA. Egill Blöndal komst lengst allra en hann keppti um gullverðlaunin gegn Oliver Nelmark frá Danmörku og var sú viðureign gríðalega jöfn og spennandi. Eftir venjulegan glímutíma (4 mín) fór hún í gullskor og var það ekki fyrr en á 5 mínútu gullskorsins að Oliver náði að skora wazaari á Agli og tók þar með gullverðlaunin en fram að því mátti varla á milli sjá hvor myndi hafa betur. Það hafði ekki gengið vel hjá Breka í 81 kg flokknum og ákvað hann að skella sér í opna flokkinn og sá ekki eftir því en þar byrjaði hann á því að vinna sinn riðil örugglega og var kominn í undaúrslit þegar hann tapaði gegn sterkum Dana sem keppir í -100 kg flokki og sem vann síðar opnaflokkinn en Breki tók bronsverðlaunin. Það voru fleiri með bronsverðlaun en þeir félagar Úlfur Böðvarsson og Grímur Ívarsson sem búa í Danmörku eins og er fengu brons í U21 árs aldursflokkum, Úlfur í -90 kg og Grímur í -100kg.  Aðrir unnu færri viðureignir og komust ekki á verðlaunapall. Hér eru úrslitin og hér er hægt að skoða upptökur frá mótinu.