Vormót JSÍ í seniora flokkum verður haldið á Akureyri næsta laugardag. Mótið hefst 13:00 og mótslok áætluð um kl. 16:00. Mótið verður haldið í KA heimilinu.

KA menn hafa boðist til að sjá um beina útsendingu á öllu mótinu og verður hún sýnd á KA-TV en það er youtube-rás KA fyrir beinar útsendingar.  KA menn eiga fullkominn upptökubúnað fyrir beinar útsendingar og eru þegar byrjaðir að hanna grafík og uppsetningu á stigatöflu sem verður á skjánum á meðan útsendingu verður.
Hér er keppendalistinn/úrslit