Í dag fara um fjörtíu þátttakendur til Danmerkur til að taka þátt í Norðurlandameistaramótinu sem haldið verður í Hilleröd dagana 26. og 27. maí. Keppendur eru rúmlega þrjátíu auk farastjóra, þjálfara og dómara. Keppendur okkar munu keppa í öllum aldursflokkum þ.e. U18, U21, karla og kvennaflokkum og Masters sem er keppni karla og kvenna 30 ára og eldri. Á laugardaginn (26 maí) verður keppt í U18 og senioraflokkum og á sunnudaginn í ÖldungaflokkiU21 og sveitakeppni karla og kvenna. Verður það í fyrsta skiptið sem keppt er í blandaðri sveit karla og kvenna á NM en sveitin er skipuð sex þátttakendum í eftirfarandi þyngdarflokkum. Konur í -57, -70 og +70 og karlar í -73, -90 og +90 kg. Það verður ákveðið að lokinni einstaklinskeppni á laugardaginn hverjir munu skipa sveitina sem keppir svo á sunnudag. Þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndunum og eru þeir rúmlega fimm hundruð og má sjá kependalistann hér. Með hópnum fara landsliðsþjálfararnir þeir Jón Þór Þórarinsson, Hermann Unnarsson og Anna Soffía Víkinsdóttir og dómararnir þeir Birkir Hrafn Jóakimsson og Björn Sigurðarson og JSÍ mun verða með fulltrúa á ársþingi Judo sambanda Norðurlandaþjóðanna sem haldið er samhliða mótinu.