Sveinbjörn Iura og Ægir Valsson fóru til Króatíu á sunnudaginn var og tóku þar þátt í OTC í Porec  dagana 11-14 júní og með þeim í för var Yoshihiko Iura til halds og trausts. Þessar æfingabúðir sem eru vel sóttar af mörgum af sterkustu judomönnum og konum heimsins eru hluti af stórum viðburði sem heitir Judo Festival Porec  og er nú haldinn í fimmta skiptið og stendur yfir frá 9-17 júní. Fyrir utan OTC æfingabúðirnar eru einnig æfingabúðir fyrir U13 og U15 og Cadetta U18 sem og barna fjölskyldu æfingabúðir, þarna er þjálfararáðstefna, kata kennsla og fleira og fleira og held ég að þetta sé eitthvað sem við ættum að huga betur að í framtíðinni.