Þá er keppni lokið á Junior European Judo Cup í Prag  og komust okkar menn því miður ekki áfram en þeir töpuðu allir fyrstu viðureign og fengu ekki uppreisn. Það sem þá  virðist skorta helst að sögn Hermanns Unnarssonar landsliðsþjálfara sem var með þeim á mótinu er kumi kata og keppnisreynsla en það er einmitt það sem þeir eru að vinna í með þessari keppnis og æfingaferð um Evrópu. Nú taka við viku æfingabúðir í Nymburk rétt utan við Prag og svo keppa þeir Grímur og Úlfur í Berlín um næstu helgi en Alexander kemst ekki á það mót og kemur heim. Gleðifréttirnar frá Prag eru þær að Björn Sigurðarson stóðst IJF dómaraprófið um helgina og er því kominn með alþjóðleg dómararéttindi, IJF Continental (IJF-B) og er hann fjórði Íslendingurinn til þess að öðlast þau. Það er ekki sjálfgefið að ná prófinu því margir eru tilkallaðir en fáir útvaldir. Vel gert og til HAMINGJU Björn.