Því miður gékk okkar mönnum ekki nógu vel í dag á Junior European Judo Cup í Gdynia en þeir töpuðu báðir fyrstu viðureignum og engin uppreisn.Úlfur byrjaði og keppti gegn Ralph Hoogeboom frá Hollandi. Úlfur var full bráður og glíman vart byrjuð þegar hann sækir í Uchimata en Ralph var vel á verði og náði fallegu mótbragði á honum og skoraði ippon og Úlfur úr leik.  Grímur glímdi stuttu síðar og var andstæðingur hans Bartosz Mackowski frá Póllandi. Þeirra viðureign var hnífjöfn og varði út allan glímutímann en Bartosz  náði einu wazaari eftir um eina og hálfa mínútu og vann á því. Hér er hægt að skoða viðureignir þeirra í fullri lengd, Úlfur á 45:55 mín og Grímur 50:10.

Gaurarnir í Gdynia, Úlfur, Björn og Grímur