Á sunnudaginn fóru þeir Egill Blöndal, Logi Haraldsson, Sveinbjörn Iura, Þormóður Jónsson og Ægir Valsson til Hollands þar sem þeir munu taka þátt í EJU æfingabúðunum í Papendal. Á föstudaginn halda svo allir nema Ægir til Slóvakíu og keppa þar á sunnudaginn á European Judo Cup í Bratislava en meira um það þegar nær dregur.