Um síðustu helgi var opinn landsliðsæfing kvenna haldin á Sauðárkróki í umsjón Önnu S. Víkingsdóttur landsliðsþjálfara. Æfingarnar voru fjórar og var sú fyrsta á föstudagskvöldið, tvær á laugardaginn og ein á sunnudag. Mættar voru bestu judokonur landsins sem æfðu þar ásamt ungum og efnilegum stúlkum.